fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

Ný rannsókn – Kóladrykkir geta stækkað eistun

Pressan
Laugardaginn 4. mars 2023 21:00

Bitinn í punginn af sporðdreka - Ái. Mynd/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem drekka kóladrykki eru líklega með stærri eistu en þeir sem láta sér nægja að drekka vatn. Þetta á að sjálfsögðu aðeins við um karldýr.

Í nýrri rannsókn er sýnt fram á tengsl kóladrykkja og stærri eistna. Þannig að ef þú ert karlmaður og vilt gjarnan fá stærri eistu, þá er bara að skella nokkrum kóladrykkjum í sig.

Í þessu sambandi þurfa aðdáendur Coca-Cola og Pepsi-Cola ekki að takast á um hvor drykkur er betri til að fá stærri eistu því í rannsókninni kom í ljós að það skipti engu hvor drykkurinn var drukkinn.

Það voru vísindamenn við Northwest Minzu University í Kína sem gáfu fullorðnum karlmúsum Coca-Cola og Pepsi-Cola í tvær vikur. Niðurstöðurnar benda til að kynkirtlar músanna hafi stækkað á þessum tíma og magn testósteróns í líkama músanna jókst einnig.

Á fimmtán daga tímabili vigtuðu vísindamennirnir eistu músanna og tóku blóðsýni úr þeim til að mæla magn testósteróns.

Rannsóknin hefur verið birt í tímaritinu Acta Endocrinol. Í niðurstöðu hennar kemur fram að það geti stækkað eistun og aukið magn testósteróns að drekka kóladrykki.

En það þarf að drekka mikið magn til að áhrifanna fari að gæta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?