fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Pressan

Svona áttu að sofa til að lengja lífið

Pressan
Sunnudaginn 5. mars 2023 22:00

Þau virðast nú sofa vel.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er hollt að sofa vel og þú þarf helst að sofa í átta klukkustundir á hverri nóttu. Þetta er almenn vitneskja en niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að fimm þættir eru afgerandi fyrir góðan nætursvefn.

Þeim mun fleiri þáttum sem þú stendur þig vel í, þeim mun betra fyrir heilsu þína. Þetta sýna niðurstöður rannsóknarinnar sem var gerð af vísindamönnum við Harvard læknaskólann. CNN skýrir frá þessu.

Þeir fimm þættir sem hafa þessi góðu áhrif á heilsuna eru að eiga auðvelt með að sofna, að sofa samfellt, að sofa í samtals sjö til átta klukkustundir, að finnast maður vera úthvíldur þegar maður vaknar og að sofa án þess að nota svefnlyf.

Ef fólk uppfyllir þessa fimm þætti fyrir góðan svefn, þá getur það lengt líf karla um tæplega fimm ár en líf kvenna um tvö og hálft ár.

„Ef fólk er með allar þessar góðu svefnvenjur, eru meiri líkur á að lifa lengur. Ef við getum bætt svefn almennt séð og sérstaklega greint svefntruflanir þá getum við kannski komið í veg fyrir ótímabæran dauða,“ sagði Frank Qian, sem vann að rannsókninni, í samtali við CNN.

172.000 Bandaríkjamenn tóku þátt í rannsókninni sem byggðist á að þátttakendur sendu sjálfir inn upplýsingar. Rannsóknin stóð yfir í fimm ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi