Ladbible segir að leyndarmál konunnar hafi snúist um hvað hún gerði við augnlinsurnar sínar í lok dags. Í staðinn fyrir að henda þeim í ruslið, eins og flestir gera væntanlega, þá tók hún þær bara út og henti aftur fyrir rúmið.
Maðurinn skýrði frá þessu á Reddit og birti mynd með og skrifaði: „Maki minn kastar linsunum sínum daglega upp fyrir höfðagaflinn á rúminu okkar.“
Margir sáu sig knúna til að tjá sig um þetta.
„Ég skil ekki svona fólk. Hvað heldur það að verði um þetta?“ spurði einn.
„Er hún ekki með litla ruslafötu við rúmið sitt,“ spurði annar.