Sky News segir að samkvæmt upplýsingum frá ítölsku lögreglunni hafi smyglararnir hafi rukkað fólkið um 8.000 evrur, sem svarar til um 1,2 milljóna íslenskra króna, fyrir þessa „dauðaferð“ frá Tyrklandi til Ítalíu.
Eins og áður sagði létust að minnsta kosti 65 en 80 lifðu af. Óttast er að mun fleiri hafi látist því þeir sem lifðu af segja að um 170 manns hafi verið um borð þegar bátnum var siglt frá Izmi í Tyrklandi.
Hjálparstofnanir segja að margir af farþegunum hafi verið frá Afganistan, jafnvel heilu fjölskyldunnar, Pakistan, Sýrlandi og Írak.
Giuseppe Capoiccia, saksóknari, sagði að kennsl hafi verið borin á þrjá smyglara, einn Tyrkja og tvo Pakistana. Annar Tyrki, sem er talin hafa tekið þátt í smyglinu, er talinn hafa látist í slysinu.
Flugvél frá Frontex, landamærastofnun ESB, sá til bátsins undan strönd Crotone seint á laugardaginn og gerði ítölskum yfirvöldum viðvart.
Ítalir sendu þá tvo strandgæslubáta af stað til móts við bátinn en þeir urðu að snúa við vegna veðurs.