Kylian Mbappe, leikmaður Paris Saint-Germain, hefur fjóra mánuði til að ákveða framtíð sína.
Mbappe verður samningslaus 2024 en er með möguleika á að framlengja þann samning til 2025.
PSG náði að sannfæra leikmanninn um að framlengja á síðasta ári er talið var að hann myndi fara frá félaginu.
Mbappe getur farið frítt frá PSG 2024 og vill félagið fá ákvörðun sem fyrst og rennur fresturinn út eftir fjóra mánuði.
Real Madrid hefur sýnt Mbappe mikinn áhuga og ku það vera draumur leikmannsins að spila í spænsku höfuðborginni.