Maður að nafni Kris Cook fagnaði sigri Newcastle United í enska deildabikarnum alltof snemma.
Cook var viss um að sínir menn myndu vinna gegn Manchester United á sunnudag en annað kom á daginn.
Man Utd vann leikinn 2-0 en þeir Casemiro og svo sjálfsmark frá Sven Botman tryggðu liðinu sigur.
Cook var búinn að húðflúra á sig sigur Newcastle fyrir leikinn og kom það svo sannarlega í bakið á honum.
BBC vekur athygli á fréttinni en mynd af húðflúrinu má sjá hér fyrir neðan.