Tvö af stærri liðum þýsku úrvalsdeildarinnar reyna nú að klófesta á Naby Keita miðjumann Liverpool.
Samningur Keita við Liverpool er á enda í sumar og hefur enska félagið ekki áhuga á að framlengja samning hans.
Keita kom til Liverpool árið 2018 frá RB Leipzig fyrir um 50 milljónir punda en hefur ekki fundið taktinn.
Keita hefur verið mikið meiddur og Borussia Dortmund og RB Leipzig vilja fá miðjumanninn í sumar samkvæmt Bild.
Miklar væntingar voru gerðar til Keita á Anfield en vegna meiðsla hefur hann aldrei fundið taktinn.