Knattspyrnugoðsögnin Just Fontaine er látin. Hann var 89 ára gamall. Greint var frá þessu fyrir skömmu.
Á félagsliðaferli sínum lék Fontaine með USM Casablanca, Nice og Stade Reims. Hann raðaði inn mörkum fyrir öll félögin.
Fontaine á þá að baki fjóra meistaratitla í Frakklandi.
Þá á Fontaine metið yfir flest mörk skoruð á einu heimsmeistaramóti. Hann skoraði 13 mörk fyrir franska landsliðið á HM 1958.
Eftir að Fontaine lagði knattspyrnuskóna á hilluna 1962 fór hann út í þjálfun. Hann stýrði franska og marokkóska landsliðinu, auk Paris Saint-Germain, Toulouse og Luchon í félagsliðaboltanum.