Kylian Mbappe, einn besti knattspyrnumaður heims, var að sjálfsögðu mættur á verðlaunahátíð FIFA á mánudag.
Kappinn var tilnefndur sem leikmaður ársins en liðsfélagi hans hjá Paris Saint-Germain, Lionel Messi, hlaut verðlaunin.
Á hátíðinni kom aðdáandi skemmtilegri spurningu að Mbappe. Hann spurði hann hvort hann gæti hugsað sér að spila í Serie A á Ítalíu í framtíðinni.
„Ef ég kem verður það bara til AC Milan,“ sagði Mbappe þá.
Frakkinn hefur áður lýst yfir aðdáun sinni á Milan.
„Samband mitt við AC Milan er sérstakt,“ sagði hann í vor eftir að liðið varð Ítalíumeistari. Hann studdi liðið sem barn.
Mbappe hefur lengi verið orðaður frá PSG. Það er þó ansi ólíklegt að næsta skref hans verði í ítalska boltann. Líklegasti áfangastaður Mbappe er áfram Real Madrid, fari hann frá Parísarliðinu.