Pelayo Novo fyrrum knattspyrnumaður á Spáni er látinn aðeins 32 ára gamall en hann varð fyrir lest í heimalandinu í gær.
Það hafði gengið á ýmsu í lífi Novo undanfarin ár en fyrir fimm árum síðan féll hann af svölum á þriðju hæð.
Hann var þá æfingaferð með liði sínu þegar hann féll niður og slysið varð til þess að hann endaði í hjólastól.
Novo hafði átt fínan feril sem leikmaður og spilað með Elche, Cordoba, Lugo, Albacete og CFR CLuj í Rúmeníu.
Eftir að hafa fallið af svölunum snéri Novo sér að tennis og keppti þar við jafningja sína með góðum árangri.
Slysið í gær átti sér stað í Oviedo en óvíst er hvernig það átti sér stað að Novo endaði fyrir lestinni.