Svo gæti farið að sala á Manchester United tefjist um nokkra mánuði þar sem töluvert vantar upp á tilboð á borð Glazer-fjölskyldunnar frá hugsanlegum kaupendum.
The Guardian segir frá.
Sheikh Jassim bin Hamad al-Thani og Sir Jim Ratcliffe hafa lagt fram tilboð í United en aðeins upp á 4,5 milljarða punda að hámarki.
Talið er að Glazer-fjölskyldan vilji nær 6 milljörðum punda.
Upphaflega höfðu eigendur United sett sér það markmið að klára sölu á félaginu undir lok marsmánaðar en nú er útlit fyrir að það tefjist þar til undir lok tímabils hið minnsta.
Glazer-fjölskyldan hefur átt meirihluta í United síðan 2005. Eigendurnir eru allt annað en vinsælir á meðal stuðningsmanna félagsins.