fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Eiríkur lauk leitinni – „Þetta er fegursta eyja Spánar“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 1. mars 2023 09:00

Eiríkur Bergmann

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segist eftir áralangar rannsóknir og þrautaleit kominn að niðurstöðu um hvaða eyja er fegursta eyja Spánar sem hann hefur heimsótt. 

„La Palma er fegursta eyja Spánar. Ætti nú kannski ekki að koma svo ýkja mikið á óvart miðað við viðurnefnið sem sjálf Madonna gerði heimsfrægt — La Isla Bonita, “ segir Eiríkur og vísar til lags söngkonunnar frá 1987. Þó lagið fjalli ekki um La Palma, þá hefur eyjan verið nefnd La Isla Bonita, eða fallega eyjan.

Eiríkur segir að fram til þessa hafi Mallorca haft vinninginn en La Palma „tekur henni og ōllum hinum fram í báðum keppnisflokkum, semsé bæði hvað varðar náttúrufegurð og arkitektúr. “

Eiríkur segist í lokin tilkynna niðurstöðu sinnar eigin skoðunar með svolitlum trega „því um leið er þessari unaðsleit þá lokið. Hvað segið þið annars, er ekki eitthvað álíka áhugavert rannsóknarefni ókannað sem ég gæti snúið mér að næst?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram