fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Myrti nýbura áður en hún sagði hasta la vista við samstarfsfólk og dansaði salsa alla nóttina

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Þriðjudaginn 28. febrúar 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lucy Letby fór á salsakvöld kvöldið eftir að hún reyndi að myrða nýfæddan dreng.

Það leið einungis um klukkutími frá morðinu þar til hún kvaddi vinnufélaga sínu skælbrosandi með setningunni Hasta la vista.

Og skemmti sér konunglega við dansinn, að sögn vitna.

Þetta er meðal þess sem fram hefur komið í réttarhöldunum sem nú standa yfir hinum 33 ára hjúkrunarfræðingi sem sökuð er um að hafa myrt sjö nýbura og reynt að myrða aðra tíu.

Fagnaði 100 dögum

Öll börnin voru fyrirburar og á því á sérstakri deild þeim ætluðum.

Morðin voru framin á Countess of Chester sjúkrahúsinu á sléttu ári, frá júní 2015 til júní 2016.

Letby var dáð af foreldrum fyrir brosmildi og hlýju. Að því þeir héldu.

Með því sem komið hefur í ljós í réttarhöldunum er að Letby hafði frumkvæði að því að búa til borða til að fagna 100 daga afmæli fyrirbura sem í upphafi var ekki ætlað líf, enda aðeins 536 grömm við fæðingu.

Borðin var hengdur yfir rúm barnsins og fögnuðu bæði fjölskylda og starfsmenn með kökum og kaffi.

Sama dag reyndi hún að myrða barnið án árangurs. Hún gerði tvær tilraunir til viðbótar. Telpan lifði en er með alvarlega heilalömun sem kallar á umönnun allan sólarhringinn.

Myrti tvíburabræður

Letby myrti börnin með því að sprauta mjólk, insúlíni og lofti í þau.

Meðal annars setti Letby insúlín í næringarslöngu drengs þann 4. ágúst 2015. og lést hann fljótlega. Drengurinn átti tvíburabróður og báðu foreldrarnir um að fá að taka hann heim með sér en var sagt að heppilegur búnaður væri ekki til staðar, en hann væri barninu nauðsynlegur á heimilinu.

Lucy Letby. Mynd/Facebook

Innan við 24 tímum síðar myrti Letby hinn tvíburabróðirinn með því að sprauta lofti í æðar hans.

Við réttarhöld í gær kom einnig  fram að Letby reyndi að myrða stúlkubarn rúmum klukkutíma eftir fæðingu hennar með því að fjarlægja slöngu sem barninu var nauðsynleg til öndunar.

Fjarlægði súrefnisslöngu

Sjúkrahúsið, sem um er ræðir, tekur almennt ekki á móti konum sem fæða fyrirbura fyrir 25 vikna meðgöngu en þar sem sjúkrahúss í nágrenninu, er sérhæfir sig í slíku, var yfirfullt var móðirinn send á Countess of Chester sjúkrahúsið, sem Letby starfaði á.

Barnið fæddist kl. 02.12 16. febrúar 2016 og var Letby á næturvakt. Hún bauðst strax til að taka við umönnun barnsins og klukkan 03:15 kom læknir sem sá strax að barnið var ekki að fá nægilegt súrefni. Barnið hafði þá verið án súrefnisslöngu í 8 mínútur áður en Letby náði að setja hana upp aftur þegar hún heyrði lækninn nálgast.

Lucy Letby. Mynd/Skjaskot YouTUbe

Barnið var þá við dauðans dyr en læknirinn náði að setja súrefnisgrímu á telpuna og og klukkan 6:07 var hún  aftur farin að anda. Þegar hann spurði Letby hvernig slíkt hefði getað gerst sagði hún slönguna sennilegast hafa runnið út þegar hún sá ekki til.

En því miður hafði of langur tími liðið og lést barnið þremur dögum síðar. Var dauðsfallið stafa af því hversu snemma það fæddist.

Það var til þess tekið hversu mikla samúð Letby sýndi aðstandendum og sendi hún meira að segja samúðarkort í að minnsta eitt skipi.

Eflaust eiga fleiri hryllingssögur að koma fram við réttarhöldin sem nú standa yfir.

Sjá einnig:

Hjúkrunarfræðingur grunuð um að hafa myrt tíu kornabörn

Grunuð um að hafa myrt átta ungbörn og reynt að myrða tíu til viðbótar

Hjúkrunarfræðingur ákærð fyrir morð á sjö nýburum – Tvíburamóðir gekk inn á hana í miðri morðtilraun

Barnsmorðin á Englandi – Fundu óhugnanleg skilaboð

Barnamorðinginn Lucy Letby krafðist þess að taka myndir af barninu sem hún myrti – Sendi fjölskyldunni samúðarbréf

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp