Daginn eftir að hún hvarf tilkynnti lögreglumaðurinn Miles Bryant, 22 ára, að skammbyssu hans, skilríkjum hans frá hernum og veski hans hefði verið stolið.
Skammbyssan fannst nærri þeim stað þar sem jarðneskar leifar Susana fundust.
Fox News segir að kenning lögreglunnar sé að Miles hafi reynt að villa um fyrir lögreglunni með þessari tilkynningu, að hann hafi reynt að leyna því að hann myrti Susana.
Í fréttatilkynningu frá Gwinnit Police Department er haft eftir J.D. McClure, lögreglustjóra, að lögreglan telji að Miles hafi verið vopnaður kvöldið sem Susan hvarf og að hann hafi týnt byssunni sinni þetta kvöld. Í fréttatilkynningunni kemur fram að ekki sé talið að Miles hafi skotið úr byssu sinni þetta kvöld en hugsanlega hafi hann notað hana til að ógna Susan.
Miles er í gæsluvarðhaldi og verður færður fyrir dómara í næstu viku. Honum hefur verið sagt upp störfum hjá lögreglunni.
Ekki er vitað hver afstaða hans er til kæruefnanna en hann er kærður fyrir mannrán, morð og falska tilkynningu.
Lík Susana fannst rúmlega 32 km frá þeim stað þar sem hún sást síðast á lífi. Hún var nakin og lögreglan vill ekki útiloka að hún hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi.
Í tilkynningu frá Doraville Police Department segir að embættið vinni með Gwinnitts Police Department við rannsókn málsins.