Heimsmeistarinn Alexis Mac Allister vill yfirgefa Brighton í sumar og semja við topplið á Englandi.
Arsenal og Chelsea hafa verið orðuð við Mac Allister sem er 24 ára gamall og vann HM með Argentínu í vetur.
Miðjumaðurinn telur sig vera tilbúinn að taka næsta skrefið en hann var óvænt hluti af sterku byrjunarliði Argentínu í Katar.
Graham Potter, stjóri Chelsea, þekkir leikmanninn vel en þeir unnu saman hjá Brighton áður en sá fyrrnefndi tók við Chelsea.
Mac Allister mun líklega ekki spila með Brighton næsta vetur en áfangastaðurinn er óljós að svo stöddu.