Lið Chelsea hefur fengið frábærar fréttir eftir slæmt tap í ensku úrvalsdeildinni gegn Tottenham um helgina.
Um er að ræða grannaslag í London en Tottenham vann 2-0 með mörkum frá Harry Kane og Oliver Skipp.
Nú er miðjumaðurinn N’Golo Kante byrjaður að æfa með félaginu á ný en hann hefur ekki spilað síðan í byrjun tímabils.
Kante er mikilvægasti leikmaður Chelsea og hefur lengi verið talinn einn besti ef ekki besti varnarsinnaði miðjumaður heims.
Christian Pulisic er einnig búinn að jafna sig af meiðslum og gæti spilað gegn Leeds um helgina.
Kante mun ekki taka þátt í þeim leik en stutt er í að Frakkinn geti snúið aftur á völlinn.