fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Mikilvægasti leikmaður Chelsea loksins að snúa aftur

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 28. febrúar 2023 19:56

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lið Chelsea hefur fengið frábærar fréttir eftir slæmt tap í ensku úrvalsdeildinni gegn Tottenham um helgina.

Um er að ræða grannaslag í London en Tottenham vann 2-0 með mörkum frá Harry Kane og Oliver Skipp.

Nú er miðjumaðurinn N’Golo Kante byrjaður að æfa með félaginu á ný en hann hefur ekki spilað síðan í byrjun tímabils.

Kante er mikilvægasti leikmaður Chelsea og hefur lengi verið talinn einn besti ef ekki besti varnarsinnaði miðjumaður heims.

Christian Pulisic er einnig búinn að jafna sig af meiðslum og gæti spilað gegn Leeds um helgina.

Kante mun ekki taka þátt í þeim leik en stutt er í að Frakkinn geti snúið aftur á völlinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Í gær

United nær munnlegu samkomulagi

United nær munnlegu samkomulagi
433Sport
Í gær

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn