Barcelona hefur fengið skelfilegar fréttir fyrir stórleikinn gegn Real Madrid á fimmtudag.
Barcelona spilar við Real í undanúrslitum spænska Konungsbikarsins en fyrri leikurinn fer þá fram.
Sóknarmaðurinn Robert Lewandowski verður ekki með Barcelona en hann er helsti markaskorari liðsins.
Pólverjinn meiddist um helgina í leik gegn Almeria en hann er að glíma við meiðsli aftan í læri.
Lewandowski er markahæsti leikmaður Barcelona og hefur skorað 25 mörk í 31 leik á tímabilinu.