fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Fyrrverandi aðstoðarkona Weinstein lýsir hryllingnum – Var neydd til að skrifa undir þöggunarsamning og þorði ekki að tjá sig í tvo áratugi

Fókus
Þriðjudaginn 28. febrúar 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rowena Chiu fékk það sem hún taldi vera draumavinnuna árið 1998 þegar hún var ráðin í vinnu hjá kvikmyndafyrirtækinu Miramax. Hana óraði þá ekki fyrir því að þessi draumur átti hratt eftir að breytast í martröð því tæpum mánuði síðar þurfti hún að berjast við að ná hálfnöktum yfirmanni sínum af sér á hótelherbergi í Feneyjum.

Þessi yfirmaður var kynferðisbrotamaðurinn og fyrrum kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein sem nýlega var dæmdur í 16 ára fangelsi, en sú refsing kemur til viðbótar við 23 ára fangelsisdóm sem hann afplánar nú þegar.

Rowena var neydd til að skrifa undir þöggunarsamning og hefur í gegnum árin verið of hrædd til að tjá sig um brot Weinstein í hennar garð. Allt þar til árið 2019 þegar hún slóst í för með rúmlega 100 öðrum konum sem sökuðu Weinstein um nauðgun eða kynferðisbrot.

Rowena mætti í síðustu viku í dómsal til að styðja við ónefnda konu, Jane Doe, sem Weinstein var dæmdur fyrir að hafa brotið gegn.

Ekkert bjó hana undir hryllinginn

Rowena opnar sig í samtali við The Sun þar sem hún segist vonast til að nýfallinn dómurinn yfir Weinstein geti gefið rúmlega hundrað þolendum hans einhvern frið.

Hún segir að enn sé þó verk að vinna og það sé að draga til ábyrgðar það kerfi og þá nauðgunarmenningu sem gerði Weinstein kleyft að fremja brot sín áratugum saman óáreittur í skjóli valds síns.

Rowena segir að þegar hún byrjaði að vinna fyrir Weinstein hafi kollegar hennar verið fljótir að vara hana við honum. Hann væri fjölþreifinn og ætti til að taka skapofsaköst. Þetta hafi ekki verið neitt óeðlilegt á tíunda áratugnum því þá hafi kynferðisleg áreitni verið daglegt brauð.

Ekkert hafi þó undirbúið Rowenu undir hryllinginn sem hún þurfti að þola á áðurnefndu hótelherbergi í Feneyjum.

Henni hafi verið sagt að hún þyrfti að deila hótelsvítu sem Weinstein þar sem hann væri gjarn á að vinna fram eftir nóttu. Hún hafi á þeim tíma verið vör um sig og verið í tveimur sokkabuxum yfir nærfötum sínum.

Um leið og þau hafi mætt á svítuna hafi Weinstein skipt yfir í baðslopp sem hann hafði opinn og svo hafi hann áreitt hana næstu fjóra klukkutímanna og reynt að fá hana úr fötunum, beðið um nudd og beðið um munnmök.

Hún hafi loks látið undan og samþykkt að nudda hann, en hann þá ýtt henni á rúmið, rifið af henni nærfötinn og sagt við hana. „Þú hefðir getað átt frábæran feril hefðir þú bara gefið mér fimm mínútur.“

Trúðu því að þeim yrði trúað

Henni tókst að sleppa með því að benda Weinstein á að samstarfskona hennar færi að hafa áhyggjur. Hún trúði þessari samstarfskonu í kjölfarið fyrir því sem hafði átt sér stað og ákváðu þær að láta vita á vinnustaðnum.

„Við héldum að þegar fólk vissi hvað Weinstein hefði gert, þá yrði hann tilkynntur til lögreglunnar, yrði handtekinn og ákærður fyrir kynferðisbrot,“ sagði Rowena.

„Við áttuðum okkur ekki á því hversu erfitt það var fyrir ungar konur að vera trúað. Við vorum auðtrúa og áttuðum okkur ekki á að yfirmenn okkar myndu ekkert aðhafast og vissu líklega þá þegar hvað Harvey hafði gert öðrum konum. Ég var óttaslegin og í áfalli og Harvey var valdamikill maður.“

Rowena hafi í kjölfarið verið látin skrifa undir þöggunarsamning sem lét henni líða eins og hún væri glæpamaður. Hún hafi verið kúguð af lögmönnum til að skrifa undir og þiggja um 22 milljónir í skiptum fyrir þögn sína.

Fundirnir vegna samningsins hafi farið fram seint á kvöldin því Harvey óttaðist að til Rowenu sæist.

„Okkur var ekki gefið að borða, okkur var fylgt að klósettinu og okkur var ekki heimilt að vera með blað og penna, okkur var haldið þarna til fimm um morguninn.“

Í samningnum hafi líka falist að Rowena mátti ekki hafa samband við samstarfskonu sína sem stóð með henni í þessu og mátti ekki heldur leita til sálfræðings. Eins hafi lögmenn Weinstein sagt þeim að gengið. yrði eftir fjölskyldum þeirra og vinum ef þær myndu rjúfa samninginn og tjá sig um árásina.

Það hafi verið óttinn um öryggi hennar nánustu sem fékk Rowenu til að virða samninginn eins lengi og hún gerði.

„Það er algengt fyrir þolendur kynferðisofbeldis að ásaka sjálfa sig og ég áfelldist sjálfa mig fyrir að hafa ekki verið nægilega sterk og fyrir að hafa ekki staðið uppi í hárinu á honum og ég taldi að vinir mínir og fjölskylda yrðu látin gjalda yfir það. Það er rosaleg byrði fyrir unga manneskju að bera.“

Við tóku myrkir tímar

Rowena hafi svo í kjölfarið hvergi fengið vinnu í Hollywood því vinnuveitendur litu á ferilskrá hennar og sáu að hún hefði í skamman tíma unnið fyrir Weinstein og það væri ekki góðs viti.

Draumur hennar um að vinna í kvikmyndaiðnaðinum var dauður og við tóku myrkir tímar í lífi hennar þar sem hún reyndi í tvígang að taka eigið líf.

Síðar birti til og hún fór aftur í nám og gerðist viðskiptaráðgjafi. Hún hafi þó ekki tjáð sig um árásina fyrr en árið 2017 þegar blaðamaður frá New York Times nálgaðist hana í von um að finna sögur frá þolendum Weinsteins í tengslum við MeToo-byltinguna.

Rowena segist vera að opna sig um árásina núna þar sem MeToo-byltingin hafi oft snúist um rödd hvítra þolenda eða frægra þolenda.

„Mér finnst að það sé mikilvægt að svokallaða „venjulega“ fólkið, ófræga fólkið, tjái sig líka og sem kínversk kona er ég rödd fjölbreytni því litaðar konur eru oft í viðkvæmari stöðu. “

Rowena segir mikilvægt að muna að það séu fleiri menn eins og Weinstein þarna úti og að ef ekkert breytist í samfélaginu þá verði öðrum mönnum gert kleyft að fremja sömu brot.

„Á meðan aðrir þegja, líta undan og leyfa honum að komast upp með þetta, á meðan það eru lögmenn sem taka peninga frá honum til að semja um hrottalega þöggunarsamninga við ungar konur, þá getur önnur manneskja komið og misnotað vald sitt líkt og Harvey gerði.“

Viðtal The Sun

_____________________

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent er á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone
Fókus
Fyrir 4 dögum

Glacierguys eru raðklökkir og óska landsmönnum gleðilegra jóla

Glacierguys eru raðklökkir og óska landsmönnum gleðilegra jóla