Miðjumaðurinn ólseigi N’Golo Kante er nálægt því að skrifa loks undir nýjan samning við Chelsea.
Það er virti íþróttablaðamaðurinn Fabrizio Romano sem greinir frá þessu.
Núgildandi samningur Kante við Chelsea rennur út eftir leiktíðina. Frakkinn hefur meðal annars verið orðaður við Barcelona og Al-Nassr.
Það er hins vegar útlit fyrir að Kante verði áfram. Hann elskar Chelsea og að sögn Romano hefur alltaf verið í forgangi hjá honum að skrifa undir samning við Lundúnafélagið.
Það á aðeins eftir að semja um örfá atriði, eins og lengd nýs samnings, áður en Kante skrifar undir.
Kante er 31 árs gamall. Hann hefur verið einn mikilvægasti leikmaður Chelsea síðustu ár. Kappinn hefur hins vegar verið frá mest allt yfirstandandi tímabil vegna meiðsla.
N’Golo Kanté position has been crucial to get new deal close: he had options on free transfer but he loves the club and wanted to stay in London. 💙 #CFC
The agreement is very close, not sealed yet — details missing on lenght of the contract, but really advanced ⤵️🇫🇷 https://t.co/RAQY63uFZK
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 28, 2023