fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
433Sport

Varð fyrir kynþáttaníði eftir að hann kaus Messi – Útskýrir sitt mál nú

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. febrúar 2023 13:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Alaba hefur orðið fyrir aðkasti eftir að hann kaus Lionel Messi sem leikmann ársins í karlaflokki á verðlaunahátíð FIFA í gær.

Messi var í gær valinn sem leikmaður ársins á verðlaunahátíð FIFA. Þjálfarar og fyrirliðar landsliða, auk íþróttafréttamanna, kjósa.

Alaba er fyrirliði austurríska landsliðsins og kaus hann Messi. Hann setti Karim Benzema í annað sætið og Kylian Mbappe í þriðja.

Þetta eru stuðningsmenn Real Madrid allt annað en sáttir með. Alaba er leikmaður liðsins og Messi er goðsögn hjá erkifjendunum í Barcelona. Þeir vildu sjá Alaba kjósa liðsfélaga sinn Benzema bestan.

Alaba hefur orðið fyrir aðkasti og meðal annars verið beittur kynþáttaníði. Hann segir hins vegar í yfirlýsingu að austurríska landsliðið hafi tekið ákvörðun um valið saman.

„Allir í liðinu geta kosið og þannig var þetta valið.

Allir vita hversu mikið ég kann að meta Karim. Ég hef oft sagt að mér finnist hann vera besti framherji í heimi og ég stend við það. Á því liggur enginn vafi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Trent með svakalegt tilboð á borðinu

Trent með svakalegt tilboð á borðinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hefur verið hjá félaginu í níu ár en spilaði sinn fyrsta leik í gær

Hefur verið hjá félaginu í níu ár en spilaði sinn fyrsta leik í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arteta staðfestir meiðslin: ,,Virkilega slæmar fréttir“

Arteta staðfestir meiðslin: ,,Virkilega slæmar fréttir“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Amorim segist geta fengið inn leikmenn í glugganum

Amorim segist geta fengið inn leikmenn í glugganum
433Sport
Í gær

ÍR skoraði sex gegn Víkingum

ÍR skoraði sex gegn Víkingum
433Sport
Í gær

Salah bjóst ekki við þessum árangri í vetur – ,,Vissi ekki að hann væri svona góður“

Salah bjóst ekki við þessum árangri í vetur – ,,Vissi ekki að hann væri svona góður“
433Sport
Í gær

Enginn kemst nálægt Salah í launum

Enginn kemst nálægt Salah í launum
433Sport
Í gær

England: Chelsea án sigurs í fjórum leikjum – City valtaði yfir West Ham

England: Chelsea án sigurs í fjórum leikjum – City valtaði yfir West Ham