fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Einn „grjótharður“ á leið í grjótið – Ívar Smári sakfelldur fyrir tíu brot

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 28. febrúar 2023 12:45

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður á fimmtugsaldri, Ívar Smári Guðmundsson, var þann 23. febrúar sakfelldur fyrir tíu brot sem hann játaði öll, og dæmdur í 8 mánaða óskilorðsbundið fangelsi.

Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómari taldi ekki fært að skilorðsbinda refsinguna vegna langs brotaferils Ívars. Fram kemur að hann hefur hlotið tíu refsidóma vegna m.a. auðgunarbrota, líkamsárása, umferðarlagabrota og fíkniefnabrota.

Ívar var í fréttum árið 2018 er hann var ákærður fyrir stórhættulega líkamsárás fyrir utan Subway í Hamraborg. Meðal annars fjallaði Vísir um málið. Var Ívar Smári sakaður um að hafa slegið mann með flötum lófa svo hann féll aftur fyrir sig í gangstéttina með þeim afleiðingum að hann hlaut heilablæðingu og brot í botni höfuðkúpu.

Árið 2017 var Ívar í fréttum eftir að hann hafði ásamt þremur öðrum mönnum stofnað hlutafélagið 4 Grjótharðir ehf. Tilgangur félagsins var bygging fasteigna, lánastarfsemi og annar skyldur rekstur en starfsemi þess var mjög lítil.

Bílnúmerafölsun, þjófnaður og kannabisplöntur

Brotin sem Ívar er sakfelldur eru skjalabrot, þjófnaðir, umferðarlagabrot, fíkniefnalagabrot og fjársvik. Hann var meðal annars sakfelldur fyrir að hafa í blekkingarskyni sett skáningarnúmer sem tilbeyrðu Ford Transit bíl á Renault Kango.

Hann var sakfelldur fyrir að hafa dælt eldsneyti á bíl með dælulykli í eigu annarra aðila nokkrum sinnum, fyrir að hafa stolið HP fartölvu, svörtu Sensa reiðhjóli og ýmsu fleiru.

Ennfremur var hann dæmdur fyrir að hafa haft í fórum sínum 200 kannabisplöntur sem hann ræktaði sjálfur í sölu- og dreifingarskyni.

Auk 8 mánaða fangelsis þarf Ívar að greiða 420 þúsund krónur í sekt í ríkissjóð sem og rúmlega 650 þúsund krónur í málskostnað.

 

Sjá dóm 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans