Alexis Mac Allister miðjumaður Brighton er sterklega orðaður við Liverpool en hann var frábær með Argentínu á HM í Katar.
Þessi 24 ára gamli miðjumaður hefur vakið áhuga fleiri liða og verið orðaður við Arsenal og Chelsea.
Búist er við að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, muni styrkja liðið hressilega í sumar og þá sérstaklega miðsvæðið.
Carlos Mac Allister, faðir og umboðsmaður miðjumannsins hefur sett olíu á eldinn því hann var mættur á Anfield í síðustu viku.
Carlos var þar mættur að fylgjast með leik Liverpool og Real Madrid þar sem gestirnir unnu 2-5 sigur.