Hrun hefur orðið á hlutabréfum í Manchester United vegna ótta markaðarins um að Glazer fjölskyldan muni ekki selja félagið.
Söluferlið hefur verið í gangi síðustu vikurnar og tvö formleg tilboð hafa borist frá Sheik Jassim og Sir Jim Ratcliffe.
Financial Times sagði frá því um helgina að virði Untied væru ekki þeir 5 milljarðar sem Glazer fjölskyldan vill fá.
Þá komu fréttir um helgina sem voru á þá leið að Glazer fjölskyldan ætlaði sér ekki að selja meirihluta í félaginu.
Þessi tíðindi urðu til þess að virði á bréfum United lækkuðu um tíu prósent.
Frekari viðræður eru í gangi en Sheikh Jassim gæti hækkað tilboð sitt ef hann ætlar sér að fá allt félagið. Ekki er talið að Ratcliffe hækki tilboðið mikið.
Búist er við að viðræður um þetta haldi áfram í mars og að niðurstaða ætti að fást í málið skömmu síðar.