Tómas Orri Róbertsson er genginn til liðs við Grindavík út tímabilið í Lengjudeild karla. Tómas Orri er á 19. aldursári og leikur stöðu miðjumanns. Hann kemur á láni frá Breiðablik.
Tómas Orri hefur verið í landsliðsúrtökum hjá U19 ára landsliði Íslands. Hann hefur leikið nokkra leiki með Breiðablik á undirbúningstímabilinu.
„Það er mjög gott að fá Tómas Orra til félagsins. Þetta er ungur og orkumikill leikmaður sem á bjarta framtíð fyrir höndum. Ég er þess fullviss að hæfileikar hans muni nýtast Grindavík vel í sumar,“ segir Helgi Sigurðsson, þjálfari Grindavíkur.
„Þess má geta að Tómas er sonur Róberts Haraldssonar sem þjálfaði kvennalið Grindavíkur tímabilið 2017. Knattspyrnudeild Grindavíkur býður Tómas hjartanlega velkominn til félagsins og hlökkum við til að sjá hann með félaginu í sumar,“ segir á vef Grindavíkur.