Atburðurinn átti sér stað 2021. Í september á síðasta ári var maðurinn sakfelldur fyrir að hafa nauðgað stúlkunni þegar hún var tíu ára og var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi að sögn Aftonbladet.
Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem sýknaði manninn því stúlkan átti erfitt með að útskýra hvað hún átti við með orðinu „snippa“ en það vísar til kynfæra kvenna. TV2 segir að þetta orð sé aðallega notað af börnum, foreldrum og leikskólakennurum og hafi verið útbreitt í Svíþjóð síðustu 20 árin.
Vegna efa um hvað stúlkan átti við neyddust dómararnir til að leita upplýsinga um orðið í orðabók en þar vísar það til „ytri kynfæra kvenna“.
Stúlkan virðist einnig ekki hafa getað útskýrt hversu langt inn í kynfæri hennar maðurinn setti fingur sína. Segir í dómsorði að því hafi „ekki verið hægt að sanna að maðurinn hafi farið inn í kynfæri hennar“. Fjórir af fimm dómurum skrifuðu undir niðurstöðuna.
Eins og gefur að skilja hefur dómurinn ekki fallið í góða jörð hjá fjölskyldu stúlkunnar. Móðir hennar sagði í samtali við Expressen að atburðurinn hafi enn mikil áhrif á dóttur hennar. Hún glími við óöryggi alla daga. Henni létti að sögn þegar maðurinn var sakfelldur í undirrétti en sýkna Landsréttar kollvarpaði öllu.
En sýknudómurinn hefur vakið reiði fleiri og mikið hefur verið skrifað um málið á samfélagsmiðlum.
Margir sérfræðingar segja að fara verði með málið fyrir hæstarétt.