Xavi, stjóri Barcelona, er vongóður um framhaldið þrátt fyrir að félagið sé úr leik í Evrópudeildinni.
Manchester United sló Barcelona úr leik í síðustu viku og vann síðari leik liðanna 2-1 eftir 2-2 jafntefli í þeim fyrri.
Xavi er ekki of pirraður eftir tapleikinn og getur ekki annað en talað vel um sína stráka.
,,Við erum miklu betri en á síðustu leiktíð. Við mættum Bayern Munchen, Inter Milan og Manchester United,“ sagði Xavi.
,,Þetta eru risastór og kröftug félög og við vorum ekki nægilega góðir. Við höfum bætt okkur en það var ekki nóg.“
,,Við munum reyna aftur. Við þurfum að horfa á okkur sjálfa og reyna að vera keppnishæfari í Evrópu.“