Raphael Varane var nálægt því að ganga í raðir Manchester United árið 2011 er hann lék með Lens í Frakklandi.
Varane greinir sjálfur frá þessu en hann fór að lokum til Real Madrid og varð að einum besta varnarmanni heims.
Síðar á ferlinum samdi Frakkinn svo við enska stórliðið en það var ekki hans ákvörðun að hafna boði liðsins á táningsárunum.
,,Ég var svo nálægt því að koma hingað, ég held að Manchester United og Lens hafi náð samkomulagi en ég veit ekki, ég held að Man Utd hafi skipt um skoðun,“ sagði Varane.
,,Annað tækifæri kom á borðið og að spila á Santiago Bernabeu var alls ekki of slæmt!“