Wayne Rooney stjóri DC United hefur tekið ákvörðun um að losa sig við Ravel Morrison frá félaginu. Koma tíðindin á óvart.
Ravel hefur oft verið kallaður vandræðagemsi í boltanum fyrir hegðun sína utan vallar en hann kom til DC United á síðasta ári.
Nú hefur Ravel verið tekinn úr hópnum hjá DC United og því fær hann ekki að spila, líklegast mun hann rifta samningi sínum við félagið.
„Mér fannst miðað við þá leikmenn sem koma inn og það þarf að skoða hlutina út frá þeim fjármunum sem við höfum,“ segir Wayne Rooney stjóri liðsins.
„Út frá erlendum leikmönnum og fleiri hlutum þá taldi ég mikilvægt að fá inn leikmenn í aðrar stöður. Það var mikilvægra fyrir mig en að halda í Ravel.“
Ravel ólst upp hjá Manchester United en hefur nú farið víða. Guðlaugur Victor Pálsson er lykilmaður í liði DC United sem vann fyrsta leik tímabilsins í MLS deildinni.