fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Landsbankinn viðurkennir mistök – Gekk óvart hart fram vegna 17 ára gamallar skuldar upp á 100 krónur

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. febrúar 2023 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðamaðurinn Andrea Sigurðardóttir velti fyrir sér hvort ekki sé allt í lagi hjá Landsbankanum á Twitter í dag, en þar deilir hún innheimtubréfi sem frændi hennar var að fá vegna 100 krónu skuldar frá árinu 2006.

Í bréfinu segir meðal annars:

„Ekki hefur verið næg innistæða á þessum skuldfærslureikningi og því hefur þjónustureikningurinn þinn verið í vanskilum frá 27. 02. 2006. Samtals eru 100 kr. ógreiddar.“

Landsbankinn tók fram að þegar svona á sér stað sé ekki hægt að greiða þau útgjöld sem hafi verið skráð í greiðsluþjónustu og geti útgjöld þá farið í vanskil og þar með ýmis gjöld bæst við.

„Þessi tilkynning er send þegar reikningurinn hefur verið 30 daga í vanskilum og er innheimtur kostnaður vegna hennar upphæð 950. kr. í samræmi við verðskrá sem er aðgengileg á landsbankinn.is

Landsbankinn svaraði tístinu og sagði að vegna mistaka hafi póstur á borð við þann sem Andrea deildi farið til lítils hóps viðskiptavina í morgun.

„Við erum að senda leiðréttingu og afsökunarbeiðni“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum
Talaði Trump af sér?