Ofurtölvan geðþekka hefur stokkað spilin sín eftir helgina en litlar breytingar verða en tölvan telur að Arsenal vinni deildina með um 4 stiga mun.
Arsenal vann fínan útisigur á Leicester um helgina en Manchester City vann stórsigur á Bournemouth.
Manchester United heldur í þriðja sætið en Ofurtölvan er enn á því að Newcastle taki fjórða sætið frekar en Tottenham sem vann góðan sigur á Chelsea um helgina.
Tölvan heldur að Everton, Bournemouth og Southampton fari niður sem væri fjárhagslegt áfall.
Ofurtölvan spáir því að svona endi deildin.