Álfheiður Eymarsdóttir, bæjarfulltrúi í Árborg og fyrrverandi varaþingmaður, óskar Eflingu velgengni í kjarabaráttu sinni og vonast til að félagið nái skikkanlegum samningum. En hún gerir athugasemdir við þann málflutning Eflingar að þau þurfi annars konar samning af því það sé dýrara að búa á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni.
Í grein sem Álfheiður birtir á Vísi fer hún yfir þá þætti sem hún segir vera dýrari í framfærslu fyrir landsbyggðarfólk:
Álfheiður segir að húsnæðiskostnaður sé vissulega hár í höfuðborginni en bendir á að hann hafi líka farið hækkandi á landsbyggðinni. Hún segir núning á milli landsbyggðar vera engum til góðs: „Ég hef sem sé búið bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu og ég vil ekki dýpka gjána. Samstaða og samkennd er mun farsælli en þessi eilífi núningur. Það eru kostir og gallar við búsetu bæði á landsbyggð og á höfuðborgarsvæðinu.“
Álfheiður segist ekki geta stutt baráttu sem rekin sé á þeim forsendum að fólk á landsbyggðinni eigi að fá lægri laun en launafólk á höfuðborgarsvæðinu.