Jurgen Klinsmann hefur landað stafi sem þjálfari karlalandsliðs Suður-Kóreu. Knattspyrnusambandið þar í landi staðfesti tíðindin í dag.
Fyrrum þýski landsliðsmaðurinn skrifar undir samning sem gildir fram yfir Heimsmeistaramótið 2026.
Klinsmann tekur við af Portúgalanum Paulo Bento. Hann stýrði liðinu í 16-liða úrslit á HM í Katar fyrir áramót.
Klinsmann á að baki yfir hundrað landsleiki fyrir Þýskaland.
Þetta er fimmta starf hans í þjálfun. Hann hefur stýrt landsliðum Þýskalands og Bandaríkjanna, auk þess sem hann var stjóri Bayern Munchen og Herthu Berlin í þýska félagsliðaboltanum.
🇰🇷대한민국 축구국가대표팀 위르겐 클린스만 감독 선임!
✔️마이클 뮐러 국가대표전력강화위원장 감독 선임 기자회견
📆 02.28 (화) 14:00 📺 #KFATV_대한민국 축구 국가대표팀 유튜브 생중계#대한민국 #축구국가대표팀 #감독선임 #기자회견 pic.twitter.com/wUd1OzjwDN— theKFA (@theKFA) February 27, 2023