fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

Má búast við að allt sjóði upp úr á fimmtudag – Sólveig Anna boðar harðar aðgerðir gegn verkbanninu

Eyjan
Mánudaginn 27. febrúar 2023 09:51

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 12 á hádegi næstkomandi fimmtudag hefst boðað verkbann SA á félaga innan Eflingar. Ekkert gerðist í deilu Eflingar og SA um helgina og er deilan í hnút sem sífellt herðist. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til nýs fundar í deilunni  og ekkert bólar á nýrri miðlunartillögu.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, boðar harðar aðgerðir félagsins í grein sem hún birti á Vísi og í skrifum á Facebook-síðu sinni:

„Félagið mun boða aðgerða strax klukkan 12 á hádegi næstkomandi fimmtudag, á þeirri stundu sem verkbannið hefst, og mun bjóða öllum félagsmönnum sem lenda í verkbanni að taka þátt í þeim,“ segir Sólveig Anna.

Hún segir að verkbann SA sé til þess ætlað að sýna hver fari með valdið á íslenskum vinnumarkaði, það sé ekki tilkomið vegna þess að fyrirtæki ráði ekki við hófstilltar launakröfur Eflingar:

„Með því að taka lífs­viður­værið af 20.000 fjöl­skyldum ætla Sam­tök at­vinnu­lífsins að sýna hverjir það eru sem halda um tauma ógnar­stjórnar á ís­lenskum vinnu­markaði.“

Sól­veig Anna segir mikil­vægt að fé­lags­fólk í Eflingu krefji sína at­vinnu­rek­endur um skýr svör um af­stöðu þeirra til verk­banns og hvort þeir ætli að skilja fólk eftir launalaust. Hún segir að áhrifamáttur verkbannsins sé augljós enda geti fólk sem ekki getur lifað af laununum sínum augljóslega ekki lifað án þeirra. Hún segir boðaðar aðgerðir SA vera ofbeldi og ógnarstjórn, en Efling muni aldrei gefst upp fyrir slíku:

„Efling mun aldrei gefast upp fyrir ofbeldi og ógnarstjórn. Efling fordæmir verkbann Samtaka atvinnulífsins og mun berjast gegn því af alefli. Sterkasta afl verkafólks er fjöldinn og samstaðan, og félagið mun sýna þann styrk í verki í baráttu gegn verkbanninu á næstu vikum.“

Athugið nýjar vendingar í málinu: Verkbanni frestað

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún boðar Þorgerði og Ingu á fund

Kristrún boðar Þorgerði og Ingu á fund
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokkinn vera eins og misnotaðan hund – þjóðin hringdi á hundaeftirlitsmanninn

Segir Sjálfstæðisflokkinn vera eins og misnotaðan hund – þjóðin hringdi á hundaeftirlitsmanninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar er hættur – „Ætli ég hafi slegið nýtt met í að hætta í pólitík?“

Brynjar er hættur – „Ætli ég hafi slegið nýtt met í að hætta í pólitík?“