Almeria 1 – 0 Barcelona
1-0 El Bilal Toure
Barcelona tapaði mjög óvænt í La Liga í kvöld er liðið spilaði við Almeria á útivelli.
Barcelona gat náð tíu stiga forskoti með sigri en tapaði sínum öðrum deildalreik af 23.
Almeria var í fallsæti fyrir leikinn og kemur tap Börsunga verulega á óvart.
Leikmaður að nafni El Bilal Toure skoraði eina mark heimamanna í fyrri hálfleik.