Fjölskylda Foster telur að hann hafi verið fórnarlamb hatursglæps því hann var samkynhneigður.
Fox 7 Austin segir að lögreglan hafi verið kölluð að heimili Foster þann 18. febrúar til að kanna með ástand hans. Tilkynnandinn sagðist hafa reynt að ná sambandi við Foster í nokkra daga.
Hann fór síðan heim til hans og sá þá að útidyrnar voru opnar og bíllinn hans var horfinn. Einnig sagðist hann hafa séð Moore aka bifreið Fosters og fara með ruslapoka úr íbúð hans.
Foster var ekki í íbúð sinni en lögreglan fann hins vegar lík hans í íbúð Moore.
Þegar lögreglan spurði Moore út í málið sagði hann að „Lúsifer“ hefði drepið Foster. Hann sagðist hafa „misst minnið“ og gæti ekki sagt nákvæmlega til um hvernig „Lúsifer“ myrti Foster.
Krufning leiddi í ljós að Foster lést af völdum höfuðáverka og hann var einnig með skurði víða á líkamanum.