Söfnun hefur verið hrundið af stað á GoFundme fyrir hana að sögn The Sun Journal sem hefur eftir CJ Pitcher, sem hratt söfnuninni af stað, að munnvatnskirtlar hennar virki ekki og að læknar hafi sagt að hún muni aldrei geta brosað aftur því vöðvarnir séu svo skaddaðir.
Lily liggur nú á gjörgæsludeild Boston Children‘s sjúkrahússins og verður þar áfram næstu daga. People segir að móðir hennar, Dorothy Norton, hafi sagt að Lily sé haldið sofandi því hún þurfi að anda í gegnum slöngu. Sagði hún að Lily hafði það gott að öðru leyti.
Hún sagði að Lily hafi verið heima hjá vinkonu sinni og hafi þær ætlað að fara að spila á spil og hafi Lily sest við borð. Vinkonan fór að sækja spilin en þegar hún kom aftur inn í herbergið hrópaði hún strax á móður sína því hundurinn var með kjaftinn utan um Lily. Þetta var hundur af pit bull tegund sem móðir vinkonunnar var að passa.