People segir að þetta komi fram í tilkynningu frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu. Wilkerson var hermaður á þessum tíma en var rekinn úr hernum 2004 og úr varaliði hersins 2007.
Gonzales var gengin fjóra mánuði með barn sitt þegar hún var myrt að því er segir í tilkynningu frá alríkislögreglunni FBI.
Þetta var í fyrsta sinn sem hún var send í verkefni erlendis á vegum hersins en hún var kokkur. Hún hafði verið í Þýskalandi í átta mánuði.
The FBI is offering a reward for info leading to an arrest in the 2001 murder of U.S. Army Soldier Pfc. Amanda Gonzales in Hanau, Germany. Gonzales was 19 years old and four months pregnant when her body was found in her barracks room on November 5, 2001: https://t.co/uYrdMwswPR pic.twitter.com/7X96FEGXQK
— FBI Most Wanted (@FBIMostWanted) November 5, 2020
Lík hennar fannst í íbúð hennar í herstöðinni þann 5. nóvember 2001 eftir að hún hafði ekki mætt til vinnu. Hún hafði verið kæfð að sögn rannsóknardeildar herlögreglunnar.
Árið 2008 hét herlögreglan 100.000 dollurum í verðlaun fyrir upplýsingar sem myndu leiða til handtöku og sakfellingar þess eða þeirra sem báru ábyrgð á dauða Gonzales. Verðlaunaféð var hækkað í 125.000 dollara 2011.
#Army CID offering $125,000 reward to anyone with information leading to the apprehension and conviction of the person(s) responsible for the 2001 death of #USArmy Soldier PFC Amanda Gonzales. #Unsolved #AmandaGonzales #JusticeForAmandaGonzaleshttps://t.co/y6U021xyW6 pic.twitter.com/EpW1Ebqo1X
— Jeff (@CraftBeer125) July 22, 2020
Ef Wilkerson verður fundinn sekur um morðið á hann allt að ævilangt fangelsi yfir höfði sér.
FBI sér um rannsókn málsins.