fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Handtekinn í Flórída – Grunaður um að hafa myrt barnshafandi konu í Þýskalandi 2001

Pressan
Þriðjudaginn 28. febrúar 2023 21:00

Amanda Gonzales. Mynd:FBI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var Shannon L. Wilkerson, 42 ára, handtekinn í Flórída. Hann er grunaður um að hafa myrt Amanda Gonzales, 19 ára, í Fliergerhorst herstöð Bandaríkjamanna í Hanau í Þýskalandi þann 5. nóvember 2001. Hún var barnshafandi.

People segir að þetta komi fram í tilkynningu frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu. Wilkerson var hermaður á þessum tíma en var rekinn úr hernum 2004 og úr varaliði hersins 2007.

Gonzales var gengin fjóra mánuði með barn sitt þegar hún var myrt að því er segir í tilkynningu frá alríkislögreglunni FBI.

Þetta var í fyrsta sinn sem hún var send í verkefni erlendis á vegum hersins en hún var kokkur. Hún hafði verið í Þýskalandi í átta mánuði.

Lík hennar fannst í íbúð hennar í herstöðinni þann 5. nóvember 2001 eftir að hún hafði ekki mætt til vinnu.  Hún hafði verið kæfð að sögn rannsóknardeildar herlögreglunnar.

Árið 2008 hét herlögreglan 100.000 dollurum í verðlaun fyrir upplýsingar sem myndu leiða til handtöku og sakfellingar þess eða þeirra sem báru ábyrgð á dauða Gonzales. Verðlaunaféð var hækkað í 125.000 dollara 2011.

Ef Wilkerson verður fundinn sekur um morðið á hann allt að ævilangt fangelsi yfir höfði sér.

FBI sér um rannsókn málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum