fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

86 ára vann kynlíf með tveimur vændiskonum í keppni í útvarpsþætti – Lést nokkrum klukkustundum fyrir stóru stundina

Pressan
Þriðjudaginn 28. febrúar 2023 22:00

Johnny Orris með vændiskonunum tveimur. Mynd:Moonlite Bunny Ranch

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barnabarn Johnny Orris skráði hann til leiks í leiknum „Get My Grandfather Laid“ í Howard Stern Radio Show í Bandaríkjunum. Orris vann og fékk að launum kynlíf með tveimur vændiskonum. En Orris lést nokkrum klukkustundum áður en stóra stundin átti að renna upp.

Daily Star skýrir frá þessu og segir að barnabarn Orris, Ed, hafi skráð hann í leikinn. Í verðlaun var kynlíf með tveimur vændiskonum í vændishúsinu „Moonlite Bunny Ranch“ í Dayton í Nevada. Nevada er eina ríki Bandaríkjanna þar sem vændi er leyfilegt.

Þetta gerðist í október 2013 og sagði Orris þá, þegar hann þakkaði Dennis Hof, eiganda vændishússins: „Þetta er besti dagur lífs míns. Þetta fyllti líf mitt aftur með orku.“

Orris, sem bjó í Illinois, fór til Nevada þann 12. desember 2013 til að leysa vinninginn út. Þegar þangað var komið byrjaði hann á að snæða rifjasteik á Harvey‘s Lake Tahoe Sage Room Steakhouse.

En rifjasteikin varð honum að bana því biti stóð í honum og kæfði hann. Hann var fluttur á sjúkrahús en var úrskurðaður látinn við komuna þangað.

Ed, sem hafði skráð afa sinn í leikinn, fékk vinninginn í sinn hlut að afa sínum látnum og leysti hann út að kvöldi sama dags og afi hans lést.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu