Caldwell liggur á sjúkrahúsi og er í lífshættu.
Lögreglan hefur nú handtekið sjö menn vegna málsins. Þeir eru á aldrinum 22 til 71 árs og er haldið föngnum á grundvelli hryðjuverkalöggjafarinnar.
Lögreglan segir að Caldwell hafi verið skotinn mörgum skotum og telur hún að hinir handteknu tengist hinum herskáu samtökum Nýja IRA. Nýja IRA eru klofningssamtök úr IRA (Irish Republican Army) sem barðist vopnaðri baráttu gegn breskum yfirráðum á Norður-Írlandi í tæplega 100 ár. Samtökin eru flokkuð sem hryðjuverkasamtök af Bretum og Bandaríkjamönnum og fleiri þjóðum.