Bakvörðurinn Nuno Tavares hefur staðfest það að hann ætli sér að snúa aftur til Arsenal í sumar.
Tavares leikur með Marseille í Frakklandi þessa stundina en hann var lánaður þangað frá Arsenal í fyrra.
Bakvörðurinn hefur staðið sig vel með Marseille hingað til eftir erfiða byrjun hjá enska stórliðinu.
Útlit er fyrir að Marseille geti ekki tryggt sér Tavares endanlega og ætlar hann að sanna sig á Emirates.
,,Allir vita að ég á enn tvö ár eftir af samningi mínum við Arsenal. Ég verð hér þar til í lok tímabils og við náum okkar markmiðum. Ég get ekki sagt mikið meira,“ sagði Tavares.
,,Í lok tímabils þá mun ég snúa aftur til Arsenal og get ekki bætt miklu meira við það.“