The Washington Post skýrir frá þessu og segir að rannsóknarhópur hafi fundið marga Twitternotendur sem hafi „staðfest“-merkið og segist vera staðsettir utan Rússlands. Þeir séu þó í raun í Rússlandi og þaðan dreifi þeir lygum og áróðri um stríðið í Úkraínu. Til dæmis er einn hópur sem segist vilja „gera sitt besta til að stöðva stuðning Vesturlanda við hernað Úkraínumanna“.
Með því að kaupa sér þetta bláa „staðfestingarmerki“, virðist aðgangur notenda vera virðulegri og birtist í meira mæli í fréttastraumnum á Twitter sem og þegar notendur leita á miðlinum. Þessir notendur eru því meira áberandi en aðrir notendur miðilsins.
The Washington Post segir að mikil aukning hafi orðið á nafnlausum Twitter-aðgöngum, sem kaupa sér þetta „staðfestingar“-merki. Það kosta átta dollara á mánuði.
Þegar Musk keypti Twitter gagnrýndi hann þáverandi staðfestingarkerfi, sem byggðist á því að miðillinn ákvað sjálfur hvaða notendur fengju þennan eftirsótta stimpil.