fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Óhugnanleg uppgötvun í ísskápnum

Pressan
Mánudaginn 27. febrúar 2023 22:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Hong Kong gerði óhugnanlega uppgötvun á föstudaginn. Þá fóru lögreglumenn í hús eitt í borginni. Það var í útleigu en engin húsgögn voru í því. En þar var hins vegar ísskápur. Í honum voru líkamshlutar.

Talið er að þetta séu hlutar af líki Abby Choi, 28 ára áhrifavalds og fyrirsætu, en lögreglan var einmitt að leita að henni.

Búið er að handtaka foreldra fyrrum eiginmanns hennar og bróðir hans vegna málsins. Talið er að þau hafi myrt Choi vegna deilna um fjármál.

Tilkynnt var um hvarf Choi á miðvikudaginn. Sky News skýrir frá þessu auk fjölda annarra erlendra miðla.

Abby Choi. Mynd/Instagram

 

 

 

 

 

 

Talsmaður lögreglunnar sagði um helgina að enn væri leitað að höfði Choi. Hann sagði að lögreglan telji að hugsanlega megi rekja morðið til deilna um fjármál og hafi háar fjárhæðir verið undir.

Sky News segir að í húsinu hafi fundist verkfæri sem er hægt að nota til að hluta lík í sundur. Þar á meðal kjötkvörn, vélsög, síðir regnfrakkar, hanskar og grímur. Einnig fundust skilríki í eigu Choi og persónulegir munir í húsinu.

Lögreglan telur að faðir fyrrum eiginmanns Choi hafi leigt húsið fyrir nokkrum vikum, gagngert til að nota það til að myrða hana og sundurhluta líkið.

The Guardian segir að Choi hafi síðast sést á lífi í fylgd með bróður fyrrum eiginmannsins.

Ekki er vitað hvar eiginmaðurinn fyrrverandi heldur sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana