Olivier Giroud, fyrrum leikmaður Chelsea og Arsenal, kann vel við sig í London og horfir nú í að snúa aftur.
Giroud spilar með AC Milan í dag en samkvæmt nýjustu fregnum er hann opinn fyrir því að fara annað í sumar.
Það eru aðeins lið í London sem koma til greina en þar á fjölskylda Giroud heima og vill hann ekki færa sig of langt.
Brentford, Fulham, Crystal Palace og West Ham eru þau lið sem eru nefnd til sögunnar og gæti Frakkinn mætt aftur í ensku úrvalsdeildina.
Giroud er þekktur markaskorari og hefur gert fína hluti með Milan og stóð þá svo sannarlega fyrir sínu bæði fyrir Chelsea og Arsenal.