fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Icelandair eykur þjónustuna – Bjóða upp á að sækja farangurinn heim og innrita hann

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 26. febrúar 2023 12:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Icelandair hefur opnað fyrir innritun farangurs á Keflavíkurflugvelli kvöldið fyrir flug. Þjónustan er í boði á milli klukkan 19-22, kvöldið fyrir bókað flug. Farþegar geta svo við komuna á flugvöllinn daginn eftir farið beint í öryggisleit og þannig einfaldað ferðalagið um flugvöllinn. Farþegar þurfa að innrita farangur sinn í eigin persónu og hafa með sér vegabréf, eins og segir í tilkynningu frá félaginu.

Að auki hefur Icelandair hafið samstarf við Öryggismiðstöðina sem býður upp á þá þjónustu að sækja farangur heim til farþega og sjá um innritun á honum. Þjónustan er í boði fyrir farþega á höfuðborgarsvæðinu sem hafa innritað sig rafrænt. Farþegar bóka þjónustu Öryggismiðstöðvarinnar í gegnum vefinn bagdrop.is og þar er einnig að finna verðskrá.

 „Við erum alltaf að leita leiða til að auka þjónustuframboð okkar og við viljum leggja okkur fram um að draga úr áhrifum sem framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli hafa á farþega. Þess vegna er mjög spennandi að kynna þessar tvær leiðir fyrir farþega til þess að auðvelda ferðalagið og stytta tímann sem fer í innritun á flugvellinum. Við hlökkum til að sjá viðtökur farþega við þjónustunni,“ segir Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri markaðsmála og þjónustu.

Isavia stendur nú í miklum framkvæmdum á farangursfæriböndum í brottfararsalnum á Keflavíkurflugvelli. Framkvæmdir munu standa fram í apríl og eru liður í endurbótum á farangursflokkunar- og innritunarkerfi. Vegna framkvæmdanna geta farþegar búist við lengri afgreiðslutíma við innritun farangurs og því gæti sú þjónusta að innrita farangurinn daginn fyrir flugið hentað sérlega vel þeim farþegum sem eru á hraðferð eða þeim sem ferðast með mikinn farangur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Í gær

Margeir og Kitty til liðs við KAPP

Margeir og Kitty til liðs við KAPP
Fréttir
Í gær

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann
Fréttir
Í gær

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands