Hinn óvinsæli Avram Glazer verður líklega gestur í dag er úrslitaleikur enska deildabikarins fer fram.
Avram er eigandi Manchester United en félagið hefur lengi verið í eigu Glazer fjölskyldunnar sem er ekki vinsæl á Old Trafford.
Fjölskyldan er þessa dagana að reyna að selja félagið og eru fjölmörg nöfn sem koma til greina sem mögulegir kaupendur.
Avram er ekki duglegur að mæta á leiki Man Utd en mætti þó á opnunarleik liðsins í deild gegn Brighton á síðasta ári.
Man Utd mun spila við Newcastle í úrslitaleik deildabikarsins og er fyrir upphafsflautið talið sigurstranglegra.
Það er í raun mjög sjaldgæft að einhver í Glazer fjölskyldunni mæti á leiki liðsins enda ekki í neinu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum félagsins.