Það er útlit fyrir að Thiago Silva muni yfirgefa Chelsea á næsta ári stuttu eftir að hafa skrifað undir nýjan samning.
Silva er búinn að gera samning við Chelsea til 2024 en verður að öllum líkindum ekki áfram þar eftir næsta tímabil.
Eiginkona Brasilíumannsins, Isabelle da Silva, staðfesti það í raun á Instagram síðu sinni er hún svaraði tengdamömmu Marcelo, fyrrum leikmanns Real Madrid.
,,Við sjáumst á næsta ári,“ skrifaði Isabelle við færslu tengdamömmunar sem fagnaði því að Marcelo væri mættur aftur til Fluminense.
Marcelo gerði samning við Fluminense á dögunum eftir að hafa spilað í stuttan tíma með Olympiacos í Grikklandi.
Silva er því á leið til heimalandsins 2024 en Marcelo er samningsbundinn félaginu þar til í desember á sama ári.