Það verður fróðlegt að sjá hvernig Liverpool mætir til leiks í kvöld gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni.
Liverpool tapaði 5-2 gegn Real Madrid í Meistaradeildinni í vikunni og ljóst að sjálfstraustið er ekki mikið.
Palace fær Liverpool í heimsókn klukkan 19:45 og má sjá byrjunarliðin hér fyrir neðan.
Crystal Palace XI: Guaita, Clyne, Andersen, Guehi, Mitchell, Doucoure, Lokonga, Olise, Ayew, Schlupp, Mateta.
Liverpool XI: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, Van Dijk, Robertson, Keita, Henderson, Milner, Jota, Gakpo, Salah.