Arsenal vann gríðarlega sterkan útisigur í ensku úrvalsdeildinni í dag og er með fimm stiga forskot á toppnum.
Arsenal vann Leicester 1-0 á útivelli en Gabriel Martinelli gerði eina mark leiksins í byrjun fyrri hálfleiks.
Sigurinn var sá 18. sem Arsenal vinnur á tímabilinu og er liðið með 57 stig, fimm stigum á undan Manchester City sem er í öðru sæti.
Danny Ings minnti loksins á sig eftir að hafa skipt til West Ham í janúar og gerði tvö mörk í sannfærandi sigri á Nottingham Forest.
Everton tapaði þá heima gegn Aston Villa og Leeds vann mikilvægan sigur á Southampton.
Leicester 0 – 1 Arsenal
0-1 Gabriel Martinelli(’46)
Everton 0 – 2 Aston Villa
0-1 Ollie Watkins(’63, víti)
0-2 Emiliano Buendia(’81)
West Ham 4 – 0 Nott. Forest
1-0 Danny Ings(’70)
2-0 Danny Ings(’72)
3-0 Declan Rice(’78)
4-0 Michail Antonio(’85)
Leeds 1 – 0 Southampton
1-0 Junior Firpo(’77)