Þann 28. júlí árið 1980 tókst fjórum mönnum, sem allir höfðu verið sakfelldir fyrir morð, að flýja úr fangelsi í Georgíu í Bandaríkjunum. Þetta gerðu fangarnir með því að dulbúa sig sem fangaverði.
Einn af þessum mönnum var Troy Leon Gregg. Þegar Troy var 25 ára, árið 1973, var hann á puttaferðalagi í Flórída með félaga sínum, hinum 16 ára Floyd Allen. Þeir félagar fengu far með mönnum sem hétu Fred Simmons og Bob Moore.
Bíllinn hjá Fred og Bob bilaði þó á ferðalagi þeirra. Fred var þó. með næga peninga á sér svo hann keypti bara annan bíl og þeir héldu áfram og náðu í þriðja puttaferðalanginn, sem var með þeim nánast allan daginn en bað svo um að fá að komast út í Atlanta. Hinir fjórir héldu ferðalaginu áfram þar til tími var kominn til að halla höfðinu.
Troy greindi svo frá því síðar að þegar þeir hafi stoppað ferðina hafi Fred orðið ofbeldisfullur.
„Fred kýldi mig vinstra megin á kjálkann og hrinti mér ofan í skurð. Hann barði mig svo aftur og hrinti mér aftur ofan í skurðinn. Ég veit ekki hvað hann var með í hendinni, það gæti hafa verið hnífur eða járnrör, ég veit ekki hvað þetta var en þegar hann réðst að mér aftur þá skaut ég hann.“
Troy bar því við að hafa skotið Fred í sjálfsvörn, en vinur hans, Floyd var ekki sammála. Hann sagði að Troy hefði snúið sér að honum og sagt: „Drífðu þig út úr bílnum við ætlum að ræna þá“
Troy hafði skotið þremur skotum á Fred og Bob og báðir mennirnir féllu ofan í skurð. Troy gekk svo að þeim og skaut einu skoti í höfuðið á hvorum fyrir sig og tæmdi svo vasa þeirra af verðmætum, sagði Floyd að sækja bílinn og svo keyrðu þeir af vettvangi.
Lögreglan sendi fréttatilkynningu á fjölmiðla vegna málsins og þá frétt sá þriðji puttaferðalangurinn sem hafði farið út í Atlanta. Hann hafði samband við lögreglu og sagði þeim það sem hann vissi um Floyd og Troy. Hann lýsti líka bílnum sem þeir Fred og Bob höfðu verið á.
Daginn eftir fundust Troy og Floys. Troy var þá enn með morðvopnið á sér. Ef lögreglu vantaði frekari sannanir þá fengu þeir það í bréfi sem Troy sendi Floyd í fangelsinu sem innihélt leiðbeiningar um það sem síðarnefndi ætti að segja í skýrslugjöf sinni.
Troy var á endanum sakfelldur fyrir tvö morð.
Dómurinn féll á tíma þar sem stór Hæstaréttardómur í Bandaríkjunum. – Furman v. Georgía – hafði varpað þeirri spurningu fram hvort dauðarefsingin væri grimmileg og óvenjuleg refsing.
Engu að síður var Troy dæmdur til dauða og átti mál hans eftir að breyta því hvernig ákvæði um dauðarefsingu væri beitt út um öll Bandaríkin.
Eftir að dómurinn hafði fallið í Furman v. Georgia fóru ríkin í bandaríkjunum að breyta ákvæðum sínum um dauðarefsingu. Í Georgíu, þar sem Troy var sakfelldur, var farin sú leið að að brjóta alvarleg sakamál upp í hluta. Annars vegar yrði ákveðin sekt eða sýkna og svo hins vegar yrði refsingin ákveðin. Auk þess yrði tryggt að sérstök áfrýjunarnefnd færi yfir allar dauðarefsingar.
Á þetta hafði ekki reynt með almennilegum hætti þegar Troy var dæmdur til dauða. Kviðdómur í máli hans fékk þrjár spurningar sem þau þurftu að fara yfir áður en hægt var að ákvarða dauðarefsinguna. Í fyrsta lagi þurfti að meta hvort að Troy hefði framið morðin samhliða framkvæmd samhliða öðru alvarlegu broti. Hins vegar hvort morðin hefðu verið framinn með þann ásetning að stela peningum og farartæki af fórnarlömbunum. Þriðja lagi hvort morðið hefði verið sérstaklega gróft og ógeðfellt.
Kviðdómur féllst fljótt á að fyrstu tvö skilyrðin væri fyrir hendi. Það tók lengri tíma að fallast á það þriðja en það gerðist þó á endanum.
Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti svo dauðadóminn sem átti eftir að setja fordæmi fyrir öll réttarhöld í framtíðinni þar sem dauðarefsingin kom til álita.
Dómur Troy sýndi að dauðarefsing, sem er ekki dæmd með handahófskenndum eða af geðþótta, sé í samræmi við stjórnarskrá bandaríkjanna.
Troy var því fyrsti aðilinn til að fá dauðarefsingu sína staðfesta síðan Furman dómurinn féll.
En víkur þá sögunni aftur í fangelsi til Troy. Þann 28. júlí 1980, um sjö árum eftir morðin, reyndi Troy að svindla á dauðanum.
Troy og þrír aðrir fangar voru í haldi í fangelsi og biðu þar endaloka sinna. Þeir ákváðu þá að reyna að flýja.
Þeim tókst að saga sig í gegnum rimlana á klefanum og eins í gegnum glugga í einu af æfingaherbergjum fangelsisins. Þeir tróðu sér svo út á brún á útveggnum sem þeir náðu að mjaka sér að brunastiganum.
Þeir höfðu líka breytt náttfötunum sínum svo þau væru lík búningum fangavarðanna og þetta heppnaðist svo vel há þeim að þegar fangavörður stoppaði þá þá sleppti hann þeim og taldi að þeir væru samstarfsfélagar á vakt.
Hvað gerðist eftir að þeir flúðu fangelsið er ekki alveg á hreinu. Sumir halda því fram að Troy hafi hringt í blaðamenn fyrir Albany Herald nokkrum klukkustundum síðar til að kvarta undan ómanneskjulegum aðstæðum í fangelsinu. Blaðamaður þessi hafi svo haft samband við yfirvöld.
Aðrar sögur segja að Troy hafi skrifað um flótta sinn í bréf sem hann sendi konu sinni og svo sagt hinum sem hann flúði með frá því. Við þetta hafi samverka menn hans orðið svo reiðir að þeir börðu hann til dauða og henti svo líki hans í nálægt stöðuvatn.
Aðrar sögur segja að Troy hafi hreinlega farið á fyllerí eftir flóttann og lent í slag á bar og þar týnt lífinu.
Sögum ber þó saman um það að Troy hafi látið lífið nóttina eftir að hann flúði úr fangelsinu og finnst mörgum þetta dæmi um hvernig sumum sé ekki ætlað að flýja örlög sín.