Dejan Lovren, fyrrum leikmaður Liverpool, er búinn að leggja landsliðsskóna frægu á hilluna.
Þetta hefur Lovren sjálfur staðfest en hann er 33 ára gamall og lék sinn fyrsta landsleik fyrir 14 árum.
Lovren er einn besti varnarmaður í sögu Króatíu en hann spilar með Lyon í frönsku úrvalsdeildinni í dag.
Króatinn er þó þekktastur fyrir tíma sinn á Englandi þar sem hann lék með Southampton og Liverpool.
Lovren spilaði alls 78 landsleiki fyrir Króatíu og skoraði fimm mörk og lék með liðinu á HM 2018 sem og 2022.